Um fyrirtækið
UM OKKUR
Við erum Járnsmiðja Óðins
Járnsmiðja Óðins var stofnað 1986 af Óðni Gunnarssyni. Skráð nafn fyrirtækisins er JSÓ ehf. Járnsmiðja Óðins. Fyrirtækið er 34 ára gamalt og býr að mikilli starfsreynslu.
JSÓ framleiðir flestar vörur eftir séróskum viðskiptavina og hönnun arkitekta. Arkitekt starfar hjá JSÓ og aðstoðar viðskiptavini með útfærslu og hönnun. Á heimasíðu okkar www.jso.is eigum við gott safn ljósmynda af verkum sem við höfum unnið. Einnig er hægt að fylgjast með okkkur á Facebook síðu fyrirtækisins Járnsmiðja Óðins.
starfsmenn
Óðinn Gunnarsson
Stofnandi og forstjóri
Auður Hallgrímsdóttir
Fjármálastjóri
Hallgerður Kata Óðinsdóttir
Arkitekt og járnsmiður
Daníel Óli Óðinsson
Framkvæmdastjóri,
Vélvirkjameistari
Ingþór Magnússon
Járnsmiður
Pau Camillo
Járnsmiður
Nader Pourkazemi
Járnsmiður
Ísidór Freyr
Járnsmiður
Elvar Ingi Steingrímsson
Járnsmiður
Myndasafnið okkar
Reglugerðir
Skilyrði fyrir útgáfu byggingarleyfis eru eftirfarandi:
- Mannvirkið og notkun þess samræmast skipulagsáætlunum á svæðinu eða fyrir liggur samþykkt sveitarstjórnar vegna leyfisumsóknar skv. ákvæðum skipulagslaga.
- Aðal- og séruppdrættir hafa verið yfirfarnir og leyfisveitandi hefur áritað þá til staðfestingar á samþykki.
- Byggingarleyfisgjöld og önnur tilskilin gjöld hafa verið greidd, svo sem gatnagerðargjald samkvæmt ákvæðum laga um gatnagerðargjald og bílastæðagjald eða gjald fyrir skipulagsvinnu samkvæmt ákvæðum skipulagslaga, eða samið um greiðslu þeirra. Undanskilin eru þó gjöld sem falla ekki í gjalddaga fyrr en við útgáfu byggingarleyfis.
- Byggingarstjóri hefur undirritað yfirlýsingu um ábyrgð sína og afhent leyfisveitanda undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra iðnmeistara sem ábyrgð munu bera á einstökum verkþáttum.
- Skráð hefur verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að viðkomandi byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði reglugerðar þessarar.
- Hönnunarstjóri hefur lagt fram yfirlit um innra eftirlit við framkvæmd hönnunar og yfirlit um ábyrgðarsvið einstakra hönnuða og áritað það til staðfestingar á því að um tæmandi yfirlit sé að ræða. Yfirlitið skal afhent samtímis hönnunargögnum.
- 2.7.1. gr.
- Hlutverk og ábyrgð aðila.
- Eigandi ber ábyrgð á því að við hönnun, byggingu og rekstur mannvirkis sé farið að kröfum laga um mannvirki og þessarar reglugerðar.
4.10.1. gr.
Ábyrgð og verksvið iðnmeistara.
Byggingarstjóri skal tilkynna leyfisveitanda skriflega um þá húsasmíðameistara, múrarameistara, pípulagningameistara, rafvirkjameistara, blikksmíðameistara, stálvirkjameistara, málarameistara og veggfóðrarameistara sem tekið hafa að sér að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum framkvæmdar og nauðsynlegt er að komi að viðkomandi verki, og leggja fram undirritaða ábyrgðaryfirlýsingu þeirra. Skal slík staðfesting liggja fyrir áður en byggingarleyfi er gefið út. Ekki þarf þó að tilkynna um málarameistara eða veggfóðrarameistara vegna byggingar íbúðarhúss, frístundahúss, bílskúrs, eða viðhalds og viðbyggingar slíkra mannvirkja, til eigin nota eiganda.
Leyfisveitandi getur heimilað að fleiri en einn iðnmeistari á hverju fagsviði beri ábyrgð og undirriti ábyrgðaryfirlýsingu skv. 1. mgr. enda beri hver iðnmeistari ábyrgð á skýrt afmörkuðum verkþætti. Ábyrgðaryfirlýsing skal afmarka skýrt til hvaða verkþátta ábyrgð hvers iðnmeistara tekur og vera undirritað af byggingarstjóra, viðkomandi iðnmeistara og öðrum iðnmeisturum sem að fagsviðinu koma.
Iðnmeistari ber ábyrgð á því gagnvart eiganda mannvirkis að þeir verkþættir sem hann tekur að sér séu í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, verklýsingar og ákvæði laga um mannvirki og reglugerða sem settar eru samkvæmt þeim.
Ábyrgðarsvið iðnmeistara vegna mannvirkjagerðar skal vera í samræmi við gildandi hæfniskröfur og námskrár til meistaraprófs í viðkomandi iðngrein á hverjum tíma. Um ábyrgðarsvið iðnmeistara vísast að öðru leyti til reglugerðar um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað. Ef ágreiningur verður um starfssvið iðnmeistara við tiltekið verk sker leyfisveitandi úr.
Þeir iðnmeistarar einir geta borið ábyrgð á einstökum verkþáttum við mannvirkjagerð sem hlotið hafa til þess löggildingu Mannvirkjastofnunar skv. lögum um mannvirki.
Mannvirkjastofnun heldur skrá yfir löggilta iðnmeistara og skal hún varðveitt í gagnasafni stofnunarinnar.
Iðnmeistari sem ekki hefur lokið námi í meistaraskóla en hefur leyst út meistarabréf getur hlotið staðbundna viðurkenningu leyfisveitanda til að bera ábyrgð á einstökum verkþáttum við byggingarframkvæmdir. Til þess að hljóta slíka viðurkenningu skal hann hafa lokið sveinsprófi fyrir 1. janúar 1989 og fengið áður viðurkenningu í öðru byggingarfulltrúaumdæmi. Skal hann, þegar leitað er nýrrar staðbundinnar viðurkenningar, leggja fram verkefnaskrá staðfesta af byggingarfulltrúa er sýni fram á að hann hafi að staðaldri haft umsjón með og borið ábyrgð á byggingarframkvæmdum í a.m.k. þrjú ár eftir viðurkenningu í viðkomandi umdæmi/um.
Iðnmeistarar skulu hafa gæðastjórnunarkerfi sem felur a.m.k. í sér:
a. Staðfestingu á hæfni iðnmeistara,
b. Eftirfarandi skrár yfir eigið innra eftirlit vegna einstakra verkþátta:
1. lýsingu á því hvernig innra eftirliti með einstökum verkþáttum er sinnt,
2. skrá yfir hönnunargögn, verklýsingar og önnur skrifleg fyrirmæli,
3. skrá yfir úttektir og niðurstöður þeirra,
4. skrá yfir athugasemdir og samskipti við byggingarstjóra vegna framkvæmdar,
5. skráning á niðurstöðu innra eftirlits.
Iðnmeistari skal tilkynna Mannvirkjastofnun um gæðastjórnunarkerfi sitt til skráningar í gagnasafn stofnunarinnar. Sé gæðastjórnunarkefi iðnmeistara ekki vottað af faggiltri vottunarstofu skal Mannvirkjastofnun gera úttekt á gerð þess og virkni.
Stálvirkjameistari, sem staðfest hefur ábyrgð sína á verki, ber ábyrgð á að öll vinna við stálvirki, s.s. uppsetning stálmannvirkja svo og öll vinna við samsuðu á stállögnum fyrir gas, gufu, loft, olíu og aðrar þrýstilagnir, sé framkvæmd í samræmi við verklýsingar, önnur hönnunargögn og góða starfshætti.
6.4.6. gr.
Stigar og tröppur bygginga skulu þannig hannaðar og byggðar að þær séu öruggar fyrir notanda og þægilegar til gangs. Þær skulu gerðar úr traustum efnum og þannig gerðar að hættu á slysum sé haldið í lágmarki.Greið leið skal vera að stigum og merkingar sem vísa til þeirra skulu vera fullnægjandi að fjölda og gerð.Sé þörf á tröppum í byggingum eða á svæðum sem almenningur hefur aðgang að skal reynt að hafa ekki færri uppstig en þrjú í hverjum tröppum. Eftir fremsta megni skal forðast að setja eitt þrep sem tröppu.Almennt ber að forðast að hafa hvassan kant á frambrún þreps í byggingum eða slétta kanta, t.d. úr stáli eða öðrum efnum sem geta verið hál.Bil milli þrepa í opnum stigum bygginga má ekki vera meira en 89 mm. Sé bil samsíða stiga, t.d. milli stiga og veggjar eða milli stigapalls og veggjar má slíkt bil ekki vera meira en 50 mm að breidd nema því aðeins að aðgangur að því sé hindraður t.d. með handriði.Merking hæðarbreytinga í byggingum og stigapalla skal vera í samræmi við leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar.Hönnun, frágangur og gerð stiga, s.s. opinna stiga, brunastiga o.þ.h., skal vera þannig að ekki sé hætta á að sjónskertir eða blindir gangi á þá eða innundir þá.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Þar sem stigar eru milli hæða innanhúss er mælt með hvíldarpalli ekki sjaldnar en í miðri hæð stigans. Mesta heimila hæð stiga án hvíldarpalls er 3,3 m.Í byggingu sem almenningur hefur aðgang að skal hafa hvíldarpall í miðri hæð stiga. Mesta heimila hæð stiga í slíkum byggingum án hvíldarpalls er 2,0 m. Hvíldarpallur skal vera jafnbreiður stiganum sem hann er í og a.m.k. 1,30 m langur.Þar sem hurð er við stigapall bygginga skal breidd palls minnst vera 1,50 m. Hurð skal ekki opnast út á stigapall, nema það sé krafa vegna rýmingarleiðar sbr. 9. hluta þessarar reglugerðar. Þá skal auka breidd palls og lengd hans sem nemur breidd hurðarinnar.Ekki er heimilt að staðsetja hurð þannig að hún opnist út í stiga byggingar eða út úr stiga, nema af stigapalli að því tilskildu að stærð pallsins sé þannig að ekki skapist hætta og nægjanlegt rými sé til athafna framan við hurðina.Hafa skal hvíldarpall á útitröppum sem eru hærri en 1,5 m. Hvíldarpallurinn skal vera jafnbreiður tröppunum. Um lengd hvíldarpalls gildir ákvæði 2. mgr.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Tröppur og stigar bygginga skulu vera það breiðir að þeir anni fyrirhugaðri umferð. Þeir skulu þannig gerðir að auðvelt sé að fara um þá með sjúkrabörur. Þetta á einnig við þegar lyfta er í byggingu.Breidd stiga í byggingu skal mæla frá fullfrágengnum vegg að handriði. Sé handrið báðum megin, skal mæla breidd milli handriða.Stigar bygginga skulu almennt vera jafn breiðir þeim gangi sem liggur að þeim. Stigar innan íbúðar skulu vera minnst 0,90 m breiðir. Stigar við bakinngang og á öðrum stöðum þar sem gert ráð fyrir mjög takmörkuðum umgangi, skulu vera a.m.k. 0,90 m breiðir. Stigar sem þjóna fleiri en einni íbúð, fleiri en einu fyrirtæki o.þ.h. skulu vera minnst 1,30 m að breidd. Þar sem því verður ekki við komið að setja handlista utan við stigabreiddina á stigum sem eru breiðari en 1,00 m er heimilt að handlistinn fari allt að 0,10 m inn á stigabreiddina.Hindrunarlaus ganghæð í stigum bygginga skal vera minnst 2,20 m.Breidd útitrappa bygginga skal vera a.m.k. 1,30 m með hindrunarlausa ganghæð a.m.k. 2,20 m.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Halli á stigum fyrir almenna umferð innanhúss skal vera á bilinu 30° – 36° og hlutfall milli uppstigs og framstigs vera á bilinu 2h + b = 600 – 640 mm mælt í miðju stiga. Uppstig þrepa skal vera á bilinu 120 – 180 mm. Framstig þrepa má aldrei vera minna en 240 mm í ganglínu sé stigi milli tveggja hæða en 260 mm sé hann fyrir fleiri hæðir. Þar sem framstig er minna en 300 mm skal vera innskot (t.d. þannig að frambrún tröppu halli), slíkt innskot telst ekki til framstigs. Breidd innskots og framstigs skal samanlagt ekki vera minna en 300 mm. Sama uppstig og sama framstig þrepa skal vera á öllum hæðum sama stiga og skal framstig vera lárétt.Fyrir aðra stiga innanhúss en greinir í 1. mgr. skal hlutfall milli uppstigs og framstigs eða hæð uppstigs vera eftirfarandi:
a. Ef halli er minni en 30°: 4h + b = 940 – 980 mm.
b. Ef halli er frá 45° til 60°: uppstig = 200 – 220 mm.
c. Ef halli er frá 60° til 75°: 4/3h + b = 500 – 520 mm.
d. Ef halli er meiri en 75° (klifurstigi): h = 310 – 330 mm. Breidd klifurstiga skal að jafnaði ekki vera meiri en 500 mm og með handriði báðum megin.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Framstig í snúnum stiga byggingar má hvergi vera minna en 1/3 af breidd framstigs í ganglínu.Í sveigðum tröppum og hringstigum er ganglína skilgreind 450 mm frá innra handriði. Þar skal framstig aldrei vera undir 150 mm.Framstig útitrappa skal eigi vera minna en 280 mm og uppstig skal vera á bilinu 120 – 160 mm. Halli á tröppum fyrir almenna umferð utanhúss skal almennt vera á bilinu 17° til 30°.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Skábrautir fyrir hjólastóla skulu að jafnaði ekki vera brattari en 1:20. Ef umferðarleið er styttri en 3 m er þó heimilt að halli hennar sé mest 1:12. Að auki gildir eftirfarandi um skábrautir:
a. Sléttur láréttur flötur 1,5 m x 1,5 m að stærð skal vera við báða enda skábrautar.
b. Þar sem jafnaður er hæðarmunur sem er meiri en 0,5 m skulu vera hvíldarpallar við a.m.k. hverja 0,60 m hækkun. Hvíldarpallur skal vera jafn breiður skábrautinni og a.m.k. 1,80 m að lengd.
c. Ef nauðsynlegt er að breyta um stefnu í skábraut skal þar vera snúningsflötur með a.m.k. 1,80 m þvermáli.
d. Breidd skábrauta skal vera minnst 0,9 og ekki minni en 1,30 m á lengri leiðum mælt á milli handlista.
e. Engar hindranir mega vera á skábrautum.
f. Yfirborð skábrautar skal vera nægilega hrjúft til að það verði ekki hált í bleytu.
g. Vatnshalli (hliðarhalli), a.m.k. 1:50 (2%), skal vera á öllum flötum skábrauta utanhúss.Yfirborðsvatni skal veitt til hliðar og tryggt að ekki myndist svell á láréttum flötum í og við skábrautir. Þar sem því verður við komið skal setja snjóbræðslu undir yfirborð ef skábrautin er utanhúss og þá undir allri skábrautinni og nánasta umhverfi hennar.
h. Við hliðar skábrauta skal vera kantur (upphækkun) minnst 40 mm að hæð nema handrið sé þannig frágengið að hjólastóll geti ekki runnið út af skábrautinni.
i. Handrið skal vera beggja vegna við skábrautir með handlistum í 0,70 og 0,90 m hæð. Ekki er þörf á handriðum á skábrautum sem jafna minni hæðarmun en 0,25 m og eru með minni halla en 1:20.
j. Handlisti skal ná 300 mm fram fyrir báða enda skábrautar og/eða palls.
k. Þar sem skábraut kemur að útidyrum skal vera sléttur láréttur flötur, a.m.k. 1,80 x 1,80 m að stærð.
l. Hæðarmismun við skábrautir skal auðkenna fyrir sjónskerta og blinda.
m. Lýsing skábrautar skal henta aðstæðum á svæðinu og fyrirhugaðri umferð.
Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
6.5.1. gr.
Almennt.
Handrið skal vera á öllum svölum bygginga, stigum, tröppum, pöllum og annars staðar þar sem hætta er á falli.Handrið og handlistar skulu vera af fullnægjandi efnisgæðum og styrk og uppfylla allar kröfur til burðarþols og endingar sem fram koma í þessari reglugerð og þeim stöðlum sem hún vísar til. Handrið skal hanna þannig að það verji fólk falli og að ekki séu möguleikar á að klifra í því.Handrið/handlistar skulu vera báðum megin á öllum stigum/tröppum. Á stiga eða tröppu sem er 0,9 m breið, sbr. 6.4.8. gr., og liggur að vegg er þó heimilt að hafa eitt handrið/handlista.Mesta bil milli handriða í stigum/tröppum/skábrautum má vera 2,70 m. Fari breiddin yfir það skal bæta við auka handlistum.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Handlistar bygginga skulu vera beggja vegna við skábrautir í 0,70 m og 0,90 m hæð og þola þá áraun sem vænta má að þeir verði fyrir.Hæð handlista í stigum og tröppum bygginga skal vera á bilinu 0,80 m – 0,90 m. Hæð handlista í tröppum mælist frá tröppunefi og lóðrétt að efri brún handlista.Handlisti skal ná minnst 0,30 m fram fyrir neðsta stigaþrep og 0,30 m upp fyrir efsta stigaþrep og ganga skal þannig frá endum hans að ekki sé hætta á slysum. Handlisti umhverfis stigapípu skal vera heill og óslitinn frá neðsta þrepi að því efsta. Gagnstæður handlisti skal vera heill og óslitinn á milli hæða, nema þar sem dyr liggja að stigapalli.Þar sem handrið er í 0,90 m hæð má sleppa sérstökum handlista, að því tilskildu að efri brún handriðsins nýtist sem handlisti.Fjarlægð handlista frá vegg eða handriði skal ekki minni en 50 mm. Handlisti má ekki vera innfelldur í vegg. Hann skal þannig frágenginn að auðvelt sé að grípa um hann og festing hans við vegg eða handrið, á að vera þannig að fólk þurfi ekki að sleppa handlistanum þar sem hann er festur.Þar sem krafist er algildrar hönnunar skal handlisti vera afgerandi og vel sýnilegur fólki með skerta sjón. Verði óhjákvæmilegt rof á handlista skal við enda hans koma fyrir merki sem gefur sjónskertum til kynna rof hans.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Þannig skal gengið frá handriðum bygginga að fullt öryggi sé tryggt. Op í handriði mega ekki vera meiri en 89 mm. Við þrep skal gæta þess sérstaklega að bil milli handriðs og þreps sé hvergi meira en 89 mm. Sama gildir um bil milli handriðs og stigapalls, svala o.þ.h. sem og þar sem handrið kemur að vegg. Sé handrið utanáliggjandi skal bil milli handriðs og stiga eða svalaplötu ekki vera meira en 50 mm. Séu handrið gerð með láréttum eða hallandi rimlum, sem gefa möguleika á klifri, skal klæða slík handrið. Klæðning skal ná í a.m.k. 0,80 m hæð að innanverðu, frá gólfi eða frambrún þreps eða palls.Á öllum glerhandriðum skal vera samfelldur handlisti með fullnægjandi festingum.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Hæð handriða í stigum og tröppum byggingar skal bæði mæla frá fremstu brún þreps og frá yfirborði stigapalls að efri brún handriðs.Handrið innan íbúðar skal minnst vera 0,90 m að hæð. Önnur handrið stiga, stigapalla og svala skulu minnst vera 1,10 m að hæð, nema á hæðum ofan 2. hæðar þar sem hæð handriðs skal minnst vera 1,20 m.Þar sem aðalinngangur íbúðar er um svalagang skal handrið svalaganga ekki vera lægra en 1,20 m.Handrið á útitröppum skulu vera í samræmi við kröfur reglugerðarinnar um hæð annarra handriða og aldrei vera lægri en 0,90 m. Þar sem ekki er fallhætta til hliðar í útitröppum er gerð krafa um handlista.Mannvirkjastofnun skal gefa út leiðbeiningar um framkvæmd þessarar greinar.
Innan íbúða, frístundahúsa o.þ.h, skal handrið stiga þannig gert að hægt sé að setja hlið eða grind tímabundið efst og neðst í stigann, til að hindra að börn geti fallið niður stigann.
Við val á glergerðum í mannvirki skal fylgja eftirfarandi Rb-blöðum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands eins og við á hverju sinni. Um er að ræða Rb-blað (31). 121.1 „Val glergerða fyrir íbúðarhúsnæði“, Rb-blað (31). 121.2 „Val glergerða fyrir skólahúsnæði“ og Rb-blað (31). 121.3 „Val glergerða fyrir byggingar sem almenningur á aðgang að“.Við ákvörðun á þykkt og gerð glers í byggingum skal hafa hliðsjón af staðlinum NS 3510 „Sikkerhetsglass i bygg – Krav til klasser i ulike bruksområder“ og nota viðeigandi álagsgildi.Þar sem gler er notað sem sjálfstæður eða berandi byggingarhluti skal hönnuður gera sérstaklega grein fyrir styrk og öryggi byggingarhlutans. Glervirki, bæði gler og festingar, skulu þannig útfærð og hönnuð að fullnægjandi öryggi náist gegn hættu á meiðslum fólks og dýra eða skemmdum á búnaði við brot.Festingar glers skulu vandlega útfærðar svo ekki sé hætta á að glerið falli úr festingum sínum við svignun undan álagi, að glerið komist í beina snertingu við málm eða annað gler eða lengdarbreytingar vegna ólíkra hitaþanstuðla glers, málms og/eða steypu geti skaðað glerið.
Klemmifestingar með gúmmífóðringum eða sambærilegu má aðeins nota með hertu samlímdu öryggisgleri og tryggja skal að glerið geti ekki runnið til og losnað úr festingum sínum við að þrýstingur milli fóðringa og glers minnkar með tímanum, t.d. með boltum.
FRAMLEIÐSLA OG ÞJÓNUSTA
UPPSETNING
JSÓ gerir ekki tilboð í uppsetningar en hægt er að gera kostnaðaráætlun. Uppsetning er ávallt miðað við; að unnið sé í dagvinnu, að aðgengi sé gott á verkstað, að góð og örugg festa sé í loftum og í gólf megi bora og skrúfa eftir þörfum, loft og veggir séu beinir, lóðrétt og lárétt og hæfir til uppsetningar.
Greitt er fyrir þjónustu uppsetningarmanna þegar byrjað er að taka til verkfæri og það sem til þarf fyrir uppsetninguna á verkstað.
- Ferðatími að verkstað
- Tíminn sem fer í að koma verkinu inn á verkstað
- Uppsetning og frágang
- Ferðatími tilbaka á verkstað
Byggingartæknifræðingur burðarþols hannar glerhandrið með punktaglerfestingum. Fjöldi festinga er ávallt samkvæmt burðarþolsútreikning.
Ef gera þarf sérstakar ráðstafanir greiðist sú aukavinna sérstaklega. Einnig greiðist kostnaður við krana og lyftuvinnu sérstaklega. Máltökur eru á ábyrgð kaupanda ef þær eru ekki unnar af starfsmönnum JSÓ ehf. Hönnun er á ábyrgð verkkaupa ef ekki liggja fyrir teikningar frá fagaðilum. Hjá JSÓ starfar arkitekt sem aðstoðar viðskiptavini við útfærslu og hönnun.