Á hótel Geysi vorum við fengin til þess að smíða hringstiga frá kjallara upp á aðra hæð þar sem hann tengdist stálgöngubrú sem við komum einnig fyrir. Stigarnir voru smíðaðir í þremur pörtum og settir saman á staðnum.
Handriðin á hringstiganum eru svo valsaðar 10mm stálplötur sem soðnar voru á, á staðnum.
Þessi stigi tekur á móti manni á andyri hótelsins.
Einnig smíðuðum við stálstiga með viðarþrepum og glerhandriðið niður í matsal hótelsins. Ofan á glerið var svo feldur viðarhandlisti.